3. febrúar 2023

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið verður aðili að Orkídeu

Í vikunni var gengið frá aðkomu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins að Orkídeu samstarfsverkefni. Ráðuneytið kemur inn sem meðeigandi verkefnisins ásamt Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), Landsvirkjun og Landbúnaðarháskóla Íslands. Aðkoma ráðuneytisins gerir Orkídeu kleift að leggja aukna áherslu á t.d. málefni grænna iðngarða á Suðurlandi en þar eru tvö verkefni á dagskrá, annað í Bláskógabyggð (Reykholt og nágrenni) og hitt í Rangárþingi ytra. Hægt verður að sinna fjölmörgum fleiri verkefnum sem ríma öll við stefnuskrá Orkídeu og ráðuneytisins.

Í Stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að Ísland verði vagga nýrra lausna á grunni auðlinda, þekkingar og staðsetningar. Styðja eigi við græna atvinnuuppbyggingu og fjárfestingar ásamt því að greiða götu verkefna, m.a. á sviði föngunar, geymslu og förgunar kolefnis, uppbyggingu hringrásarhagkerfis með fjölnýtingu orkustrauma og orkuskipta.

Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis-, orku og loftslags sagði m.a. við þetta tækifæri: „Markmið stjórnvalda um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og markmið um kolefnishlutleysi og full orkuskipti kalla á skýrari sýn og nýja nálgun sem mun byggja á markmiðum fyrir einstaka geira atvinnulífsins, aukna áherslu á loftslagshagstjórn og forgangsröðun í þágu loftslagsmarkmiða á öllum sviðum samfélagsins. Með  þátttöku í Orkídeu getum við komið að nýjum verkefnum sem ætlað er að draga úr losun sem og stuðla að kolefnishlutleysi.“

Bæði stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Orkídeu fögnuðu aðkomu ráðuneytisins sem gerði það mögulegt fyrir Orkídeu að setja aukinn kraft í sín verkefni á sviði orkuskipta, sjálfbærni og hringrásarhagkerfisins.

Frá handsali samningsins, f.v. Sveinn Aðalsteinsson (framkv.stj. Orkídeu), Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra og Bjarni Guðmundsson (stjórnarformaður Orkídeu).

Fleiri fréttir

Allar fréttir
16. desember 2025
Uppfærð stefna ESB um samkeppnishæft og sjálfbært lífhagkerfi (bioeconomy)
Lesa meira
12. desember 2025
Sunnlenskir bændur heimsækja Förka lífgas- og áburðarverið í Færeyjum
Lesa meira
21. nóvember 2025
Ný ör-túrbínutækni við nýtingu lífgass í Value4Farm verkefninu – video
Lesa meira
19. nóvember 2025
Fróðleg skoðunarferð með sunnlenskum bændum um lífgas- og áburðarver í Belgíu
Lesa meira