Orkídea, í samvinnu við Landsvirkjun, bauð í gær, 1. júní, upp á viðburðinn „Hátækni, matvælaframleiðsla og orka“ á Nýsköpunarvikunni sem nú er að ljúka. Fimm sérfræðingar á sviðinu héldu stutt erindi og síðan áttum við mjög áhugavert spjall við þau Sigurð H. Markússon (Landsvirkjun), Ragnheiði I. Þórarinsdóttur (LbhÍ), Hörð G. Kristinsson (Responsible Foods) og Ernu Björnsdóttur (Íslandsstofa) um erindin og hvar við getum sótt fram á sviðinu.