19. nóvember 2021

Útflutningur íslensks grænmetis að verða að veruleika

Gunnlaugur Karlsson og Sverrir Sverrisson hjá Pure Arctic. Mynd Bændablaðið ghp

Gamall draumur er að rætast hjá íslenskum garðyrkjuframleiðendum: Útflutningur á íslensku grænmeti. Frá þessu er skýrt í Bændablaðinu. Undanfarin misseri hefur fyrirtækið PureArctic, sem er í eigu Sverris Sverrissonar og félaga ásamt Sölufélagi garðyrkjumanna (SFG), selt töluvert af agúrkum og tómötum á markaði í Danmörku, Færeyjum og Grænlandi. Einnig hafa verið seldar afurðir úr íslensku lambakjöti.

Gott verð fæst fyrir afurðirnar sem skýrist af því að við ræktunina hérlendis eru engin varnarefni notuð (pesticide-free) og kolefnissporið er mjög lágt þar sem endurnýjanleg orka er notuð við framleiðsluna.

Þetta er mjög spennandi þróun og ef framhald verður á eftirspurn má búast við stóraukinni framleiðslu hérlendis í framtíðinni með tilheyrandi atvinnu- og verðmætasköpun!

Sjá nánar í Bændablaðinu

Fleiri fréttir

Allar fréttir
16. júní 2025
Bændablaðið segir frá ráðstefnu Orkídeu og Eims um lífgas og áburð
Lesa meira
6. júní 2025
Vel heppnuð ráðstefna Orkídeu og Eims um lífgas og áburðarframleiðslu
Lesa meira
30. maí 2025
Lífgasráðstefnan 5. júní – dagskrá
Lesa meira
27. maí 2025
Orkídea og samstarfverkefni með vel heppnaðan viðburð á Iceland Innovation Week
Lesa meira