19. nóvember 2021

Útflutningur íslensks grænmetis að verða að veruleika

Gunnlaugur Karlsson og Sverrir Sverrisson hjá Pure Arctic. Mynd Bændablaðið ghp

Gamall draumur er að rætast hjá íslenskum garðyrkjuframleiðendum: Útflutningur á íslensku grænmeti. Frá þessu er skýrt í Bændablaðinu. Undanfarin misseri hefur fyrirtækið PureArctic, sem er í eigu Sverris Sverrissonar og félaga ásamt Sölufélagi garðyrkjumanna (SFG), selt töluvert af agúrkum og tómötum á markaði í Danmörku, Færeyjum og Grænlandi. Einnig hafa verið seldar afurðir úr íslensku lambakjöti.

Gott verð fæst fyrir afurðirnar sem skýrist af því að við ræktunina hérlendis eru engin varnarefni notuð (pesticide-free) og kolefnissporið er mjög lágt þar sem endurnýjanleg orka er notuð við framleiðsluna.

Þetta er mjög spennandi þróun og ef framhald verður á eftirspurn má búast við stóraukinni framleiðslu hérlendis í framtíðinni með tilheyrandi atvinnu- og verðmætasköpun!

Sjá nánar í Bændablaðinu

Fleiri fréttir

Allar fréttir
7. júní 2024
17,7 mkr. styrkur í verkefnið Verðmætaaukning hliðarafurða laxa úr landeldi
Lesa meira
4. júní 2024
Nýjar afurðir Value4Farm ESB verkefnisins
Lesa meira
3. júní 2024
Orkídea, Eimur, Blámi og Eygló með vinnudaga á Austurlandi
Lesa meira
13. maí 2024
Orkídea tekur þátt í tveim viðburðum á Iceland Innovation Week
Lesa meira