26. maí 2021

Veffundur Orkídeu í nýsköpunarvikunni 1. júní nk.

Orkídea tekur þátt í Nýsköpunarvikunni þann 1. júní næstkomandi í samstarfi við Landsvirkjun. Viðburðurinn fjallar um hátækni, matvælaframleiðslu og orku. Við kynnum til leiks öfluga frumkvöðla sem nýta sér hátæknilausnir við nýja nálgun á matvælaframleiðslu. Í kjölfar hnitmiðaðra örkynninga af hálfu frumkvöðlanna þá verða þessi viðfangsefni rædd í pallborði sérfræðinga.
Dagskrá:
• Orkídea og nýsköpun: Helga Gunnlaugsdóttir
• Algalíf- örþörungaframleiðsla: Orri Björnsson
• Nýr próteingjafi frá Deep Branch: Peter Rowe
• Krakkakropp – minni matarsóun: Vaka Mar Valþórsdóttir
• ORF líftækni- Kjötrækt: Björn L. Örvar
• Pallborð: Erna Björnsdóttir (Íslandsstofa), Hörður G. Kristinsson (Responsible Foods), Ragnheiður I. Þórarinsdóttir (rektor LbhÍ), Sigurður H. Markússon (Landsvirkjun) og Sveinn Aðalsteinsson (Orkídea).

Tengil á viðburðinn má finna hér.

 

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. desember 2024
Bændablaðið með frétt og fréttaskýringu um lífgas- og áburðarver
Lesa meira
12. desember 2024
Starf Orkídeu framlengt um 3 ár
Lesa meira
26. nóvember 2024
Kúabúið í Flatey á Mýrum heimsótt
Lesa meira
25. nóvember 2024
Heimsókn í Mýrdalshrepp
Lesa meira