26. maí 2021

Veffundur Orkídeu í nýsköpunarvikunni 1. júní nk.

Orkídea tekur þátt í Nýsköpunarvikunni þann 1. júní næstkomandi í samstarfi við Landsvirkjun. Viðburðurinn fjallar um hátækni, matvælaframleiðslu og orku. Við kynnum til leiks öfluga frumkvöðla sem nýta sér hátæknilausnir við nýja nálgun á matvælaframleiðslu. Í kjölfar hnitmiðaðra örkynninga af hálfu frumkvöðlanna þá verða þessi viðfangsefni rædd í pallborði sérfræðinga.
Dagskrá:
• Orkídea og nýsköpun: Helga Gunnlaugsdóttir
• Algalíf- örþörungaframleiðsla: Orri Björnsson
• Nýr próteingjafi frá Deep Branch: Peter Rowe
• Krakkakropp – minni matarsóun: Vaka Mar Valþórsdóttir
• ORF líftækni- Kjötrækt: Björn L. Örvar
• Pallborð: Erna Björnsdóttir (Íslandsstofa), Hörður G. Kristinsson (Responsible Foods), Ragnheiður I. Þórarinsdóttir (rektor LbhÍ), Sigurður H. Markússon (Landsvirkjun) og Sveinn Aðalsteinsson (Orkídea).

Tengil á viðburðinn má finna hér.

 

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. júní 2025
Orkídea og ON í samstarf um nýsköpun í Jarðhitagarðinum
Lesa meira
19. júní 2025
Ársskýrsla Orkídeu 2024 komin út
Lesa meira
16. júní 2025
Bændablaðið segir frá ráðstefnu Orkídeu og Eims um lífgas og áburð
Lesa meira
6. júní 2025
Vel heppnuð ráðstefna Orkídeu og Eims um lífgas og áburðarframleiðslu
Lesa meira