28. febrúar 2024

Vefsíða Value4Farm komin í loftið

Mynd: Value4Farm

Vefsíða ESB verkefnis okkar Value4Farm er komin í loftið, mikið af áhugaverðum fróðleik þar um markmið verkefnisins og hlutverk þátttakenda í verkefninu.

Takmark verkefnisins Value4Farm er aðlaga betur uppskerukerfi bænda að nýrri tækni sem byggir á staðbundinni orkuframleiðslu og nýtingu hliðarstrauma t.d. með samnýtingu lífgass og sólarorku, þróa grænar lífvinnslur (biorefineries), þróa ör-túrbínur tengdum lífgasi og þróa hugbúnað til að aðstoða bændur við ákvarðanatöku með nýtingu hliðarstrauma til orkuframleiðslu.

Markmið:
• Þróa leiðbeiningar um sjálfbærni í landbúnaði sem eru samhæfðar endurnýjanlegri orkuframleiðslu og aðstæðum bænda

• Leggja til leiðir og tækni til endurnýjanlegrar orkuframleiðslu og -geymslu sem mætir þörfum bænda um nýtingu hliðarstrauma, rafmagn, hita og flutninga

• Staðfesta og sýna fram á sjálfbærni og hringrásir þriggja staðbundinna virðiskeðja byggðum á endurnýtingu og endurnýjun

• Tryggja staðfærslugildi og víðtæka notkun á sýnidæmum um sjálfbærar virðiskeðjur.

Orkídea hefur það hlutverk að staðfæra virðiskeðjur á sunnlenskan landbúnað, nánar tiltekið í uppsveitum Árnessýslu. Nánar um það síðar.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. júní 2025
Orkídea og ON í samstarf um nýsköpun í Jarðhitagarðinum
Lesa meira
19. júní 2025
Ársskýrsla Orkídeu 2024 komin út
Lesa meira
16. júní 2025
Bændablaðið segir frá ráðstefnu Orkídeu og Eims um lífgas og áburð
Lesa meira
6. júní 2025
Vel heppnuð ráðstefna Orkídeu og Eims um lífgas og áburðarframleiðslu
Lesa meira