28. febrúar 2024

Vefsíða Value4Farm komin í loftið

Mynd: Value4Farm

Vefsíða ESB verkefnis okkar Value4Farm er komin í loftið, mikið af áhugaverðum fróðleik þar um markmið verkefnisins og hlutverk þátttakenda í verkefninu.

Takmark verkefnisins Value4Farm er aðlaga betur uppskerukerfi bænda að nýrri tækni sem byggir á staðbundinni orkuframleiðslu og nýtingu hliðarstrauma t.d. með samnýtingu lífgass og sólarorku, þróa grænar lífvinnslur (biorefineries), þróa ör-túrbínur tengdum lífgasi og þróa hugbúnað til að aðstoða bændur við ákvarðanatöku með nýtingu hliðarstrauma til orkuframleiðslu.

Markmið:
• Þróa leiðbeiningar um sjálfbærni í landbúnaði sem eru samhæfðar endurnýjanlegri orkuframleiðslu og aðstæðum bænda

• Leggja til leiðir og tækni til endurnýjanlegrar orkuframleiðslu og -geymslu sem mætir þörfum bænda um nýtingu hliðarstrauma, rafmagn, hita og flutninga

• Staðfesta og sýna fram á sjálfbærni og hringrásir þriggja staðbundinna virðiskeðja byggðum á endurnýtingu og endurnýjun

• Tryggja staðfærslugildi og víðtæka notkun á sýnidæmum um sjálfbærar virðiskeðjur.

Orkídea hefur það hlutverk að staðfæra virðiskeðjur á sunnlenskan landbúnað, nánar tiltekið í uppsveitum Árnessýslu. Nánar um það síðar.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
11. október 2024
Fundur bænda um lífgas og áburð í Bændablaðinu
Lesa meira
2. október 2024
Góður fundur með kúabændum í uppsveitum Árnessýslu um lífgas
Lesa meira
17. september 2024
Staðbundin orkuframleiðsla í landbúnaði Evrópu
Lesa meira
16. september 2024
Uppbyggingarsjóður Suðurlands – umsóknir til 1.okt. nk.
Lesa meira