14. apríl 2021

Vefstofa Eims um nýtingu auðlinda á sjálfbæran hátt

Hugsaðu stórt, hugsaðu grænt, er yfirskrift vefstofu (netfundar) sem Eimur (www.eimur.is), systurverkefni Orkídeu, stendur fyrir, ásamt Nýsköpun í Norðri, SSNE, SSNV og Hacking Hekla. Vefstofan verður haldin næsta fimmtudag, 15. apríl, frá kl. 14:00 til 16:00. Fundurinn er öllum opinn, og verður streymt á Facebook síðum Eims (https://www.facebook.com/eimur.iceland) og sérstakri síðu viðburðarins (https://fb.me/e/NpmwlO0U).

Markmið fundarins er að hvetja fólk til að hugsa um það hvernig hægt er að nýta auðlindir landsins, einkum Norðurlands, með sjálfbærum hætti til framtíðar. Þemað er orka-matur-vatn, heilög þrenning í sjálfbærni. Þessar auðlindir tengjast órjúfanlegum böndum og þannig getur verið gagnlegt að hugsa um þær saman. Þetta eru auðlindir sem við erum rík af, og auðlindir sem við bruðlum með. Hvernig getum við verið sjálfbær og til fyrirmyndar á heimsvísu? Við höfum sannarlega efnin og tækifærin til þess.

Dagskráin er glæsileg, en þar koma saman ráðherra, listafólk, vísindafólk og fólk úr orku- og nýsköpunargeiranum og ræða sín hugðarefni. Sérstaklega verður spennandi að heyra af niðurstöðum nýrrar skýrslu sem gerð var um fýsileikann á stórsókn í ylrækt á Íslandi!

Spennandi vefstofa framundan!

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. desember 2024
Bændablaðið með frétt og fréttaskýringu um lífgas- og áburðarver
Lesa meira
12. desember 2024
Starf Orkídeu framlengt um 3 ár
Lesa meira
26. nóvember 2024
Kúabúið í Flatey á Mýrum heimsótt
Lesa meira
25. nóvember 2024
Heimsókn í Mýrdalshrepp
Lesa meira