13. október 2021

Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita opnar fyrir umsóknir

Þátttakendur í síðasta viðskiptahraðli Orkídeu og Landsvirkjunar - StartUp Orkídea

Þriðja árið í röð keyrir Icelandic Startups viðskiptahraðalinn Til sjávar og sveita sem er sérstaklega ætlaður fyrirtækjum í matvælaiðnaði.

Í ár verður hraðallinn keyrður sem sérstakur markaðshraðall að erlendri fyrirmynd og er hann unnin í samstarfi við GAN – Global Accelerator Network.

Fimm fyrirtæki verða valin til þátttöku í hraðlinum sem fer af stað 15. nóvember og keyrir í fjórar vikur. Þátttakendur fá aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu og njóta leiðsagnar fjölda reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga auk fræðslu og þjálfunar. Viðskiptahraðlar hafa fyrir löngu sýnt sig og sannað í að koma góðri hugmynd í framkvæmd.

Hér má fá nánari upplýsingar og sækja um. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
16. maí 2023
Melta býr til áburð úr matarafgöngum
Lesa meira
28. apríl 2023
Orkídea, Eimur og Landsvirkjun heimsækja græna iðngarða í Danmörku
Lesa meira
27. apríl 2023
Fjölmennur fundur bænda í kornrækt á Suðurlandi
Lesa meira
31. mars 2023
Ársskýrsla Orkídeu fyrir árið 2022 komin út
Lesa meira