4. apríl 2022

Viljayfirlýsing um undirbúning Græns auðlindagarðs í Reykholti Biskupstungum

Frá undirritun í dag, f.v. Knútur (Friðheimum), Helgi (oddviti Bláskógabyggðar), Áslaug Arna (nýsköpunarráðherra), Sveinn (Orkídeu), Hildur (Gufuhlíð) og Axel (Espiflöt)

Í dag skrifuðum við í Orkídeu undir viljayfirlýsingu um hagkvæmniskoðun á stofnun Græns auðlindagarðs í Reykholti í Biskupstungum (Bláskógabyggð) með öflugum ylræktarfyrirtækjum og sveitarfélaginu Bláskógabyggð. Ylræktarfyrirtækin eru Espiflöt ehf., Friðheimar ehf. og Gufuhlíð ehf. Samtals eru þessi fyrirtæki með rúmlega 3 ha undir gleri og nota um 6 MW af uppsettri raforku. Ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, var viðstödd undirritunina og hvatti okkur til dáða í þessu verkefni, sem hefur verið í undirbúningi í vetur.

Grænn auðlindagarður (sem fylgir hugmyndafræði grænna iðngarða) nær yfir ákvæðið svæði með fyrirtækjum þar sem fyrirtækin leitast við að ná fram betri nýtni auðlinda, hreinni framleiðslu, stuðla að samlífi (symbiosis) fyrirtækja, draga úr loftslagsbreytingum og mengun ásamt því að fylgja félagslegum stöðlum, samnýta innviði, fella starfsemi sína að þeirri atvinnustarfsemi sem fyrir er og öðlast betri stýringu á áhættu.  Grænn auðlindagarður er liður í því að byggja upp hringrásarkerfi í framleiðslu, sem byggist á því lágmarka úrgang og hámarka nýtingu auðlinda. Jafnframt gefa auðlindagarðar, grænir sem aðrir, færi á sameiginlegum innkaupum orku og þjónustu sem gæti verið hagfelld fyrir einstök fyrirtæki garðsins.

Þetta var mjög skemmtilegur viðburður og markar tímamót í áframhaldandi vinnu með Græna iðngarða (Eco Industrial Parks), sem á mikið erindi við græna orkunotendur Íslands, ekki síst í dreifðum byggðum!

 

Helgi, oddviti Bláskógabyggðar, Dóra Björk Þrándardóttir, Landsvirkjun og Áslaug Arna, nýsköpunarráðherra

Helena (Friðheimum), Áslaug Arna nýsköpunarráðherra og Knútur (Friðheimum)

Ásta sveitarstjóri Bláskógabyggðar, Axel á Espiflöt og Helgi oddviti Bláskógarbyggðar

Hrafnhildur (Orkídea), Helgi og Hildur, garðyrkjubændur í Gufuhlíð

Áslaug Arna, Helgi oddviti og Bjarni, framkvæmdastjóri SASS

Fleiri fréttir

Allar fréttir
10. janúar 2025
Samstarf við Matís endurnýjað
Lesa meira
20. desember 2024
Bændablaðið með frétt og fréttaskýringu um lífgas- og áburðarver
Lesa meira
12. desember 2024
Starf Orkídeu framlengt um 3 ár
Lesa meira
26. nóvember 2024
Kúabúið í Flatey á Mýrum heimsótt
Lesa meira