19. febrúar 2025

Vinnudagar Orkídeu og samstarfsverkefna á Suðurlandi

Í síðustu viku hittust samstarfsverkefnin Orkídea, Eimur, Eygló og Blámi ásamt nýsköpunarteymi Landsvirkjunar að Búrfelli í Þjórsárdal á Suðurlandi.

Við heimsóttum fyrirtæki og virkjanir og fórum síðan yfir kjarnastarfsemi hverjar og einnar einingar fyrir sig, skammtíma- og langtímamarkmið og ræddum ýmis tækifæri til samstarfs í því samhengi.

Hópurinn byrjaði á því að fara í heimsókn í Flúðasveppi og fékk góða kynningu frá Ævari Eyfjörð Sigurðsyni á svepparæktunarferlinu sem mikið er nákvæmnisverk og byggist á íslensku hráefni, moltu sem sveppirnir eru ræktaðir í. Í dag framleiðir fyrirtækið 11 tonn af þremur tegundum sveppa á viku.

Það var skemmtilegt að fá innsýn í vaxandi verkefnasafn samstarfsverkefnanna og að deila bæði þeirri þekkingu sem verkefnunum hefur áskotnast og þeim áskorunum sem þau standa sameiginlega frammi fyrir. Hörður Arnarson forstjóri og Ríkharður S. Ríkharðsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og nýsköpunar Landsvirkjunar, litu síðan við í fjarfundi og fengu kynningu á vegferð verkefnanna.

Sem hluta af ferðinni bauð Landsvirkjun hópnum í skoðunarferð um eina elstu vatnsaflstöð Landsvirkjunar, Búrfellsstöð I sem var gangsett 1969 og framleiðir í dag um 290 MW. Til samanburðar var Búrfellsstöð II, sem var gangsett 2018, einnig skoðuð. Búrfell II er neðanjarðarstöð sem er staðsett 300 metra inn í Sámsstaðaklifi og framleiðir um 100 MW.

 

Fleiri fréttir

Allar fréttir
21. nóvember 2025
Ný ör-túrbínutækni við nýtingu lífgass í Value4Farm verkefninu – video
Lesa meira
19. nóvember 2025
Fróðleg skoðunarferð með sunnlenskum bændum um lífgas- og áburðarver í Belgíu
Lesa meira
4. nóvember 2025
Stefán Friðrik til SASS og Orkídeu
Lesa meira
23. október 2025
Terraforming LIFE á Lagarlíf ráðstefnunni 2025
Lesa meira