Orkídea er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Helsta markmið samstarfsins er að auka verðmætasköpun og greiða veg orkutengdra tækifæra, einkum á sviði hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni. Ætlunin er að efla nýsköpun og rannsóknir á nýtingu grænnar orku og koma á öflugu samstarfi við bæði fræðasamfélagið og atvinnulífið.
Heiti verkefnisins, Orkídea, er sprottið af orðunum orka og ídea. Þannig vísar nafnið bæði til grænnar orku og þeirra nýstárlegu hugmynda sem spretta í frjóum jarðvegi.
sveinn@orkidea.is
(+354) 698 9644
helga@orkidea.is
(+354) 698 7739
Stjórnarformaður
Bjarni Guðmundsson
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
Stjórnarmenn
Ríkarður Ríkarðsson
Landsvirkjun
Ragnheiður Þórarinsdóttir
Landbúnaðarháskóli Íslands
Varamenn í stjórn
Haraldur Hallgrímsson
Landsvirkjun
Þórður Freyr Sigurðsson
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
Christian Schultz
Landbúnaðarháskóli Íslands
Orkídeu er ætlað að efla nýsköpun og rannsóknastarf á Suðurlandi, sér í lagi á sviði hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni. Ætlunin er að koma á öflugu samstarfi við háskóla, rannsóknastofnanir og atvinnulíf. Markmiðið er að fjölga möguleikum svæðisins til að takast á við áskoranir samtímans, auka samkeppnishæfni íslenskra afurða á alþjóðlegum markaði og gera Suðurland leiðandi í samspili orku, umhverfis og samfélags.
Icelandic Startups og Orkídea standa fyrir hraðlinum Startup Orkídea. Startup Orkídea er viðskiptahraðall þar sem einblínt verður á verkefni í hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni. Hraðlinum er ætlað greiða veg nýstárlegra tækifæra og lausna og hraða þannig ferlinu frá því að hugmynd kviknar og þar til viðskipti taka að blómstra. Allt að fimm teymi verða valin til þátttöku í vönduðu umsóknarferli. Þau verkefni sem verða valin fá kost á að þróa viðskiptahugmyndir sínar undir handleiðslu reyndra sérfræðinga og fjárfesta.
Nánar um Startup Orkídea