Aukin fullvinnsla og fullnýting allra hráefna í virðiskeðju matvæla leiðir til virðisaukningar og verðmætasköpunar. Á ferð Orkídeu til Hafnar í Hornafirði þá heimsóttum við tvö lítil og meðalstór fyrirtæki sem leggja áherslu á aukna fullvinnslu í matvælaframleiðslu. Fyrirtækið Ajtel sýður niður fisklifur (aðallega þorsklifur) sem kemur frá bolfiski sem veiddur er á SA-miðum. Töluðum þar við Ásgrím Arason gæða og birgðastjóra fyrirtækisins sem útskýrði framleiðsluferlið og leyfði okkur að smakka á framleiðslunni! Hittum síðan Pálma Sigurgeirsson sem rekur fyrirtækið Frá haus að hala, þar sem fram fer smáskala kjötverkun og sala á fersku og frosnu kjöti.