15. júlí 2021

Aukin verðmætasköpun með aukinni fullvinnslu í matvælaframleiðslu

Mynd 1. Niðursoðin þorsklifur frá fyrirtækinu Ajtel, Mynd 2. Frá heimsókn Orkídeu og fulltrúa sveitafélagsins Hornafjarðar til Ajtel -Ásgrímur Arason gæða og birgðastjóra fyrirtækisins fyrir miðju. Mynd 3. Pálmi Sigurgeirsson sem rekur fyrirtækið Frá haus að hala,

Aukin fullvinnsla og fullnýting allra hráefna í virðiskeðju matvæla leiðir til virðisaukningar og verðmætasköpunar. Á ferð Orkídeu til Hafnar í Hornafirði þá heimsóttum við tvö lítil og meðalstór fyrirtæki sem leggja áherslu á aukna fullvinnslu í matvælaframleiðslu. Fyrirtækið Ajtel sýður niður fisklifur (aðallega þorsklifur) sem kemur frá bolfiski sem veiddur er á SA-miðum. Töluðum þar við Ásgrím Arason gæða og birgðastjóra fyrirtækisins sem útskýrði framleiðsluferlið og leyfði okkur að smakka á framleiðslunni! Hittum síðan Pálma Sigurgeirsson sem rekur fyrirtækið Frá haus að hala, þar sem fram fer smáskala kjötverkun og sala á fersku og frosnu kjöti.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
16. maí 2023
Melta býr til áburð úr matarafgöngum
Lesa meira
28. apríl 2023
Orkídea, Eimur og Landsvirkjun heimsækja græna iðngarða í Danmörku
Lesa meira
27. apríl 2023
Fjölmennur fundur bænda í kornrækt á Suðurlandi
Lesa meira
31. mars 2023
Ársskýrsla Orkídeu fyrir árið 2022 komin út
Lesa meira