24. september 2021

Bændablaðið vekur athygli á skýrslu Orkídeu

Bændablaðið tók viðtal við starfsmenn Orkídeu vegna skýrslu Orkídeu um Tækifæri í orkutengdri matvælaframleiðslu. Skýrsluna má finna hér á vef Orkídeu  og grein blaðsins má finna hér.

Við fórum yfir efni skýrslunnar og helstu niðurstöður t.d. tækifæri á sviði ylræktar, fullvinnslu korns, nýja próteingjafa, landeldi sjávar- og vatnadýra, ræktun frumuvaka til kjötræktunar og aðferðir til auka geymsluþol matvæla t.d. frostþurrkun.

Það gefur þó auga leið að orkutengd matvælaframleiðsla er háð aðgengi og hagstæðu verði á raforku. Stór hluti rafmagnsverðs í dreifbýli er vegna flutnings og dreifingar. Til að ná niður þessum kostnaði er lagt til í skýrslunni að stjórnvöld fari í ítarlega kortlagningu og ákvörðun á bestu staðsetningu tengipunkta háspennu raforku í dreifbýli og ýti þannig undir stofnun grænna  iðngarða eða klasa sem nýta orku og auðlindir á hagkvæman hátt. Þessir tengipunktar eru til og þá þurfum við að styrkja með betri innviðum. Annars staðar eru aðrar kjöraðstæður til dæmis ódýrt land, heitt og kalt vatn og aðgengi að útflutningsgáttum en tengipunkta vantar til dæmis á Suðurlandi. Að okkar mati er þetta mikilvægasta verkefni  stjórnvalda núna og forsenda þeirra tækifæra sem við teljum upp í skýrslunni.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
26. nóvember 2024
Kúabúið í Flatey á Mýrum heimsótt
Lesa meira
25. nóvember 2024
Heimsókn í Mýrdalshrepp
Lesa meira
18. nóvember 2024
Sólsker á Hornafirði reykir makríl og fleira góðgæti
Lesa meira
13. nóvember 2024
Sveitarfélagið Hornafjörður heimsótt
Lesa meira