6. ágúst 2021

Skýrsla Orkídeu um orkutengda matvælaframleiðslu

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fór fram á við Orkideu, þegar verkefninu var komið á fót, að það skilaði áfangaskýrslu um mitt ár 2021 um tækifæri Íslands á sviði orkutengdrar matvælaframleiðslu. Rétt er að undirstrika að skýrslan er áfangaskýrsla og má frekar líta á hana sem kynningu en úttekt á þeim möguleikum sem starfsmenn Orkídeu hafa kynnt sér í heimildum og aflað með samtölum við frumkvöðla, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila á Suðurlandi á fyrstu fimm mánuðum sínum í starfi.

Til að afmarka umfang skýrslunnar var ákveðið að fjalla aðeins um ný eða ónýtt tækifæri í matvælaframleiðslu en ekki gefið heildstætt yfirlit yfir alla matvælaframleiðslu t.d. í landbúnaði eða sjávarútvegi. Við gerð skýrslunnar hafa höfundar, Sveinn Aðalsteinsson og Helga Gunnlaugsdóttir, starfsmenn Orkídeu, notið stuðnings og ábendinga frá verkefnisstjórn og stjórn. Höfundar bera þó einir ábyrgð á texta skýrslunnar.

Smelltu hér til að hlaða niður skýrsluna.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
16. maí 2023
Melta býr til áburð úr matarafgöngum
Lesa meira
28. apríl 2023
Orkídea, Eimur og Landsvirkjun heimsækja græna iðngarða í Danmörku
Lesa meira
27. apríl 2023
Fjölmennur fundur bænda í kornrækt á Suðurlandi
Lesa meira
31. mars 2023
Ársskýrsla Orkídeu fyrir árið 2022 komin út
Lesa meira