16. september 2022

EIT Food North-West viðburður 5. okt.

Orkídea býður frumkvöðlum að taka þátt í viðburði Orkídeu og EIT Food North-West sem haldinn verður þann 5. október næstkomandi. Áherslan er á þekkingarmiðlun og öflun tengslanets.

Af hverju að mæta?

  • Til að afla þér þekkingar á breskum matvælaiðnaði.
  • Til að tengjast sérfræðingum í iðnaðinum sem hafa mikilvæg sambönd við tæknisetur og markaðinn.
  • Til að heyra frá aðilum í Bretlandi, Írlandi og Íslandi sem nýta sér stýrt umhverfi (CE) í framleiðslu matvæla.

 

Viðburðurinn fer fram 3.-5. október:

Mánudaginn 3. október Hvað vilja kaupendur og smásalar? Smásölumarkaðurinn í Bretlandi.
Matís, Reykjavík
Þriðjudaginn 4. október Bláa hagkerfi Íslands og 100% fiskur
Iceland Ocean Cluster, Reykjavík
Miðvikudaginn 5. október Kynning á stýrðu umhverfi í landbúnaðarframleiðslu
Orkídea, Austurvegi 56, Selfossi

Komdu og vertu með í dagskrá Orkídeu og EIT Food, að Austurvegi 56 2.h. miðvikudaginn 5. október:

09:15 Opnun, Helga Gunnlaugsdóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Orkídeu
Kynning á verkefnum Orkídeu
09:30 Anna Traylor EIT: Controlled environment report launch
10:00 Tengslamyndun og miðlun – speed networking
10:30 Kynning á nokkrum verkefnum íslenskra frumkvöðla
11:00 Fundarlok

Þáttaka er frí en skráning er nauðsynleg með því senda tölvupóst með ósk um skráningu á orkidea@orkidea.is 

Allar nánari upplýsingar finnur þú með því að smella hér

Hefur þú fyrirspurn varðandi viðburðinn? Helga Gunnlaugsdóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Orkídeu svarar öllum fyrirspurnum í netfang helga@orkidea.is

Fleiri fréttir

Allar fréttir
3. febrúar 2025
Rúmenar nýta lághitasvæði með varmadælum til húshitunar
Lesa meira
29. janúar 2025
Netviðburður um þróun til sjálfbærra og hringlaga hagkerfa
Lesa meira
27. janúar 2025
Umfjöllun um Livefood grænkeraosta í DFS
Lesa meira
10. janúar 2025
Samstarf við Matís endurnýjað
Lesa meira