16. september 2022

EIT Food North-West viðburður 5. okt.

Orkídea býður frumkvöðlum að taka þátt í viðburði Orkídeu og EIT Food North-West sem haldinn verður þann 5. október næstkomandi. Áherslan er á þekkingarmiðlun og öflun tengslanets.

Af hverju að mæta?

  • Til að afla þér þekkingar á breskum matvælaiðnaði.
  • Til að tengjast sérfræðingum í iðnaðinum sem hafa mikilvæg sambönd við tæknisetur og markaðinn.
  • Til að heyra frá aðilum í Bretlandi, Írlandi og Íslandi sem nýta sér stýrt umhverfi (CE) í framleiðslu matvæla.

 

Viðburðurinn fer fram 3.-5. október:

Mánudaginn 3. október Hvað vilja kaupendur og smásalar? Smásölumarkaðurinn í Bretlandi.
Matís, Reykjavík
Þriðjudaginn 4. október Bláa hagkerfi Íslands og 100% fiskur
Iceland Ocean Cluster, Reykjavík
Miðvikudaginn 5. október Kynning á stýrðu umhverfi í landbúnaðarframleiðslu
Orkídea, Austurvegi 56, Selfossi

Komdu og vertu með í dagskrá Orkídeu og EIT Food, að Austurvegi 56 2.h. miðvikudaginn 5. október:

09:15 Opnun, Helga Gunnlaugsdóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Orkídeu
Kynning á verkefnum Orkídeu
09:30 Anna Traylor EIT: Controlled environment report launch
10:00 Tengslamyndun og miðlun – speed networking
10:30 Kynning á nokkrum verkefnum íslenskra frumkvöðla
11:00 Fundarlok

Þáttaka er frí en skráning er nauðsynleg með því senda tölvupóst með ósk um skráningu á orkidea@orkidea.is 

Allar nánari upplýsingar finnur þú með því að smella hér

Hefur þú fyrirspurn varðandi viðburðinn? Helga Gunnlaugsdóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Orkídeu svarar öllum fyrirspurnum í netfang helga@orkidea.is

Fleiri fréttir

Allar fréttir
11. mars 2024
Lífgas er vænlegur kostur í orkuskiptum
Lesa meira
28. febrúar 2024
Vefsíða Value4Farm komin í loftið
Lesa meira
15. febrúar 2024
Hliðarafurðir garðyrkju fela í sér verðmæti
Lesa meira
9. febrúar 2024
Grein Orkídeu í Morgunblaðinu um áburðar- og lífgasver
Lesa meira