30. mars 2024

Fyrstu niðurstöður Value4Farm

Eins og frægt er orðið þá tekur Orkídea þátt í Value4Farm verkefninu sem er kostað af rannsóknar og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins – Horizon Europe. Verkefninu var hleypt af stokkunum í september 2023 og eru fyrstu niðurstöður nú aðgengilegar á vef verkefnisins.

Íslenska teymið átti stórt innlegg í þessum fyrsta þætti verkefnisins þar sem Orkídea með dyggri aðstoð Búnaðarsambands Suðurlands kannaði viðhorf sunnlenskra bænda til lífgasframleiðslu. Þeirri vinnu var síðan fylgt eftir með sérvöldum rýnihóp sem tók málin til frekari umfjöllunar. Sama vinna átti sér stað í öðrum Evrópulöndum sem gefur áhugaverðan samanburð á aðstæðum og áhuga hér á landi og erlendis þar sem ríkir meiri hefð fyrir lífgasframleiðslu.

Slóð á fyrstu niðurstöður verkefnisins má finna hér.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
16. júní 2025
Bændablaðið segir frá ráðstefnu Orkídeu og Eims um lífgas og áburð
Lesa meira
6. júní 2025
Vel heppnuð ráðstefna Orkídeu og Eims um lífgas og áburðarframleiðslu
Lesa meira
30. maí 2025
Lífgasráðstefnan 5. júní – dagskrá
Lesa meira
27. maí 2025
Orkídea og samstarfverkefni með vel heppnaðan viðburð á Iceland Innovation Week
Lesa meira