Lokadagur viðskiptahraðalsins „Sóknarfæri í nýsköpun“ var í gær en þá kynntu níu teymi sunnlenskra frumkvöðla verkefni sín á Garðyrkjuskólanum að Reykjum að viðstöddum fjölmennum hópi áhugasamra. Frábær verkefni og kynningar.
Í frétt Háskólafélags Suðurlands á Facebook segir:
Við hjá Orkídeu erum stolt yfir því að hafa lagt hönd á plóg í undirbúningi með setu í verkefnastjórn og tekið þátt sem mentorar.
Bakhjarlar verkefnisins eru Háskólafélag Suðurlands, SASS, Lóa nýsköpunarsjóður og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.
Takk kæru frumkvöðlar, ykkur verða allir vegir færir!