17. mars 2023

Lokadagur hraðalsins „Sóknarfæri í nýsköpun“

Teymin og aðstandendur hraðalsins. Mynd: Ásborg Ósk Arnþórsdóttir

Lokadagur viðskiptahraðalsins „Sóknarfæri í nýsköpun“ var í gær en þá kynntu níu teymi sunnlenskra frumkvöðla verkefni sín á Garðyrkjuskólanum að Reykjum að viðstöddum fjölmennum hópi áhugasamra. Frábær verkefni og kynningar.

Í frétt Háskólafélags Suðurlands á Facebook segir:

Hraðallinn var samstarfsverkefni Háskólafélags Suðurlands, HVIN ráðuneytis með framlag úr Lóu nýsköpunarstyrk fyrir landsbyggðina, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga – SASS með framlag úr áhersluverkefnasjóð Sóknaráætlunar og Umhverfis-, og auðlindaráðuneytis. Svava Björk Ólafsdóttir hjá RATA leiddi hraðalinn af mikilli fagmennsku, auk þess sem Orkídea – orka og nýsköpun, Kötlusetur/Upplýsingamiðstöðin Vík, Nýheimar þekkingarsetur og Þekkingarsetur Vestmannaeyja lögðu til frábæra samvinnu.
Undanfarnar átta vikur hafa teymin hist tvisvar í viku, fengið fræðsluerindi frá fólki á ólíkum sviðum, hitta frábæra mentora og átt saman góðar stundir á vinnustofum víðsvegar um Suðurland.
Verkefni teymanna eru af ólíkum toga, sum á mjög stórum skala og að leita að alvöru fjárfestum, önnur ganga út á innri nýsköpun í starfandi fyrirtækjum og enn önnur snúa að nýrri tækni eða nýsköpun í samfélagsverkefnum.
Á næstu dögum munum við birta upptökur af teymunum flytja verkefnin sín á lokadeginum – sjón er sögu ríkari!

Við hjá Orkídeu erum stolt yfir því að hafa lagt hönd á plóg í undirbúningi með setu í verkefnastjórn og tekið þátt sem mentorar.

Bakhjarlar verkefnisins eru Háskólafélag Suðurlands, SASS, Lóa nýsköpunarsjóður og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.

Takk kæru frumkvöðlar, ykkur verða allir vegir færir!

Fleiri fréttir

Allar fréttir
16. maí 2023
Melta býr til áburð úr matarafgöngum
Lesa meira
28. apríl 2023
Orkídea, Eimur og Landsvirkjun heimsækja græna iðngarða í Danmörku
Lesa meira
27. apríl 2023
Fjölmennur fundur bænda í kornrækt á Suðurlandi
Lesa meira
31. mars 2023
Ársskýrsla Orkídeu fyrir árið 2022 komin út
Lesa meira