17. mars 2023

Lokadagur hraðalsins „Sóknarfæri í nýsköpun“

Teymin og aðstandendur hraðalsins. Mynd: Ásborg Ósk Arnþórsdóttir

Lokadagur viðskiptahraðalsins „Sóknarfæri í nýsköpun“ var í gær en þá kynntu níu teymi sunnlenskra frumkvöðla verkefni sín á Garðyrkjuskólanum að Reykjum að viðstöddum fjölmennum hópi áhugasamra. Frábær verkefni og kynningar.

Í frétt Háskólafélags Suðurlands á Facebook segir:

Hraðallinn var samstarfsverkefni Háskólafélags Suðurlands, HVIN ráðuneytis með framlag úr Lóu nýsköpunarstyrk fyrir landsbyggðina, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga – SASS með framlag úr áhersluverkefnasjóð Sóknaráætlunar og Umhverfis-, og auðlindaráðuneytis. Svava Björk Ólafsdóttir hjá RATA leiddi hraðalinn af mikilli fagmennsku, auk þess sem Orkídea – orka og nýsköpun, Kötlusetur/Upplýsingamiðstöðin Vík, Nýheimar þekkingarsetur og Þekkingarsetur Vestmannaeyja lögðu til frábæra samvinnu.
Undanfarnar átta vikur hafa teymin hist tvisvar í viku, fengið fræðsluerindi frá fólki á ólíkum sviðum, hitta frábæra mentora og átt saman góðar stundir á vinnustofum víðsvegar um Suðurland.
Verkefni teymanna eru af ólíkum toga, sum á mjög stórum skala og að leita að alvöru fjárfestum, önnur ganga út á innri nýsköpun í starfandi fyrirtækjum og enn önnur snúa að nýrri tækni eða nýsköpun í samfélagsverkefnum.
Á næstu dögum munum við birta upptökur af teymunum flytja verkefnin sín á lokadeginum – sjón er sögu ríkari!

Við hjá Orkídeu erum stolt yfir því að hafa lagt hönd á plóg í undirbúningi með setu í verkefnastjórn og tekið þátt sem mentorar.

Bakhjarlar verkefnisins eru Háskólafélag Suðurlands, SASS, Lóa nýsköpunarsjóður og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.

Takk kæru frumkvöðlar, ykkur verða allir vegir færir!

Fleiri fréttir

Allar fréttir
7. júní 2024
17,7 mkr. styrkur í verkefnið Verðmætaaukning hliðarafurða laxa úr landeldi
Lesa meira
4. júní 2024
Nýjar afurðir Value4Farm ESB verkefnisins
Lesa meira
3. júní 2024
Orkídea, Eimur, Blámi og Eygló með vinnudaga á Austurlandi
Lesa meira
13. maí 2024
Orkídea tekur þátt í tveim viðburðum á Iceland Innovation Week
Lesa meira