18. október 2021

Mikið frumkvöðlastarf í Eyjum

F.v. Sveinn, Íris bæjarstjóri og Helga

Við heimsóttum Vestmannaeyjar í síðustu viku og áttum gott spjall við Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra. 

Íris fór m.a. yfir sögu verkefnisins „Vestmannaeyjar – sjávarlíftæknivettvangur Íslands“ og mikilvægi þess að sveitarfélög komi að frumkvöðlastarfssemi á upphafsstigum. Til þess þarf að skapa aðstæður s.s. húsnæði og aðstoða við að ræsa svona verkefni. Í því skyni réði sveitarfélagið Dr. Hólmfríði Sveinsdóttur frumkvöðul og verkefnastjóra til að leiða verkefnið og sömuleiðis var sótt um styrk í Lóuna. Verkefnið var kynnt fyrir skömmu, en undirbúningur þess hefur staðið í eitt og hálft ár. Megin tilgangur verkefnisins er að efla enn frekar frumkvöðlastarfsemi, atvinnutækifæri og verðmætasköpun í Vestmannaeyjum. Það er unnið í samvinnu við stofnanir og sjávarútvegsfyrirtæki í Eyjum, háskóla í landinu og vísindamenn sem þar starfa.  

Eins og víðar á Suðurlandi er skortur á flutningsgetu á rafmagni og nýr Vestmannaeyjastrengur er ekki kominn inn í framkvæmdaáætlun 2021-2023. Eins vantar varafl þrátt fyrir skyldur orkusala þar að lútandi sem stefnir afhendingaröryggi rafmagns í hættu. Fyrirsjáanleg er mikil og vaxandi raforkuþörf t.d. í tengslum við orkuskipti og landeldi. 

Neðansjávarvatnsleiðsla flytur vatn frá fastalandinu (Syðstu Mörk undir Eyjaföllum) til Vestmanneyja. Þessi vatnsleiðsla gegnir mikilvægu hlutverki við alla  fisk- og matvælavinnslu í Vestmannaeyjum. Nú er eingöngu ein neðansjávarleiðsla og þyrfti aðra til að hafa varaskeifu ef eitthvað kemur uppá, þar sem vatnskortur getur haft mikil og hamlandi áhrif á alla atvinnustarfsemi í Eyjum. 

HS veitur er með fjórar sjóvarmadælur. Á hverjum klukkutíma er 450 l/sek. dælt upp af 8°C heitum sjó til orkuframleiðslunnar. Vinnslumiðill sjóvarmadælunnar er ammoníak sem fer í gegn um sjóvarmaskiptin. Þegar kerfið er fullprófað og frágengið er 1 MW sett inní kerfið en varmaskiptin skila 3 MW. 

Takk fyrir góðar mótttökur, Íris!

Fleiri fréttir

Allar fréttir
11. október 2024
Fundur bænda um lífgas og áburð í Bændablaðinu
Lesa meira
2. október 2024
Góður fundur með kúabændum í uppsveitum Árnessýslu um lífgas
Lesa meira
17. september 2024
Staðbundin orkuframleiðsla í landbúnaði Evrópu
Lesa meira
16. september 2024
Uppbyggingarsjóður Suðurlands – umsóknir til 1.okt. nk.
Lesa meira