29. nóvember 2023

Norðanátt fjárfestahátíð – opið fyrir umsóknir frumkvöðla

Í þriðja sinn stendur Norðanátt, með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, fyrir Fjárfestahátíð á Siglufirði. Hátíðin fer fram þann 20. mars 2024 og auglýsir Norðanátt nú eftir nýsköpunarverkefnum í leit að fjármögnun úr öllum landshlutum. Fjárfestahátíð Norðanáttar er vettvangur fyrir sprota- og vaxtarfyrirtæki til að kynna verkefni sín sem snerta til dæmis orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir fyrir fullum sal fjárfesta.

Þeir sem geta sótt um:

  • Sprotafyrirtæki: Verkefni á fyrsta stigi fjármögnunar sem leita eftir fjármögnun á bilinu 20 m.kr. til 100 m.kr.

  • Vaxtarfyrirtæki: Verkefni sem hafa fengið fjármögnun, eða vaxið af eigin tekjum, en þurfa aukið fjármagn til að stækka enn frekar og leita eftir fjármögnun upp á 100 m.kr. eða meira.

Öll sem telja verkefni sín falla undir orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir, er frjálst að senda inn umsókn. Með umsókn skal fylgja glærukynning skv. nánari leiðbeiningum á vefsíðu Norðanáttar.

Nú er opið fyrir umsóknir. Við hvetjum alla sunnlenska frumkvöðla til sækja um!

Björk Brynjarsdóttir frá Meltu sprotafyrirtækinu með aðsetur í Rangárþingi ytra sem kynnti sitt fyrirtæki á Norðanátt 2023. Melta sérhæfir sig í vinnslu matarúrgangs yfir í lífrænan áburð. Mynd: Norðanátt

Fleiri fréttir

Allar fréttir
7. júní 2024
17,7 mkr. styrkur í verkefnið Verðmætaaukning hliðarafurða laxa úr landeldi
Lesa meira
4. júní 2024
Nýjar afurðir Value4Farm ESB verkefnisins
Lesa meira
3. júní 2024
Orkídea, Eimur, Blámi og Eygló með vinnudaga á Austurlandi
Lesa meira
13. maí 2024
Orkídea tekur þátt í tveim viðburðum á Iceland Innovation Week
Lesa meira