24. mars 2023

Orkídea tekur þátt í rannsóknarverkefni um hliðarafurðir garðyrkju

Léhna Labat frá Matís við gulrófuafskurð. Mynd: Bændablaðið

Mikið fellur til af stilkum, laufblöðum og öðrum afskurði frá íslenskri garðyrkju sem ekki er nýtt til frekari verðmætasköpunar. Matís, Orkídea og Bændasamtökin vinna nú að verkefni sem hefur það að markmiði að þróa aðferðir til að framleiða verðmætar afurðir úr þessu hráefni. Sjá grein í Bændablaðinu um verkefnið.

Verkefnið byggir að hluta á verkefninu Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis en helstu niðurstöður þess sýndu fram á mikla möguleika á verðmætasköpun því hliðarafurðir garðyrkju innihalda ýmis efni eins og trefjar, lífvirk efni, bragð og lyktarefni, náttúruleg rotvarnarefni, vítamín og steinefni. Til dæmis bentu mælingar til þess að heildarmagn steinefna sé meira í ýmsum hliðarafurðum garðyrkjunnar en er í sjálfu grænmetinu. Rósa Jónsdóttir, fagstjóri á sviði lífefna hjá Matís, segir að þetta eigi við til dæmis um blaðsalat, blómkál og tómata.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. mars 2025
Grein starfsfólks Orkídeu um hringrásargarða birt í Bændablaðinu
Lesa meira
18. mars 2025
Góður hugarflugsfundur á Flúðum um tækifæri í jarðhita
Lesa meira
6. mars 2025
Lífgas ehf – rekstrarfélag um lífgas- og áburðarvinnslu í Uppsveitum stofnað
Lesa meira
3. mars 2025
Staða garðyrkjunnar – grein þingmanns í Bændablaðinu
Lesa meira