13. janúar 2023

Pure North í Hveragerði í forystu um endurnýtingu á plasti

Helga frá Orkídeu og Sigurður, framkvæmdastjóri Pure North, halda á frumgerð girðingarstaurs úr endurunnu plasti

Fórum í mjög áhugaverða heimsókn í Pure North í Hveragerði og töluðum við framkvæmdastjórann Sigurð Halldórsson. Hann sagði okkur m.a. að Pure North sé eina fyrirtækið á Íslandi sem endurvinnur plast að fullu. Í endurvinnslunni er notuð gufa til að hreinsa óhreinan plastúrgang (t.d. heyrúlluplast) sem er síðan unnið áfram og breytt í plastkorn (pellettur) sem seldar eru til framleiðslu á nýjum plastvörum, t.d. girðingastaurum sem reiknað er með að komi á markað á þessu ári. Fyrirtækið endurvinnur megnið af því heyrúlluplasti og öðru plasti sem flokkað er frá á Suðurlandi og hefur verið í góðri samvinnu við úrgangsfyrirtæki, sveitafélög og fyrirtæki á svæðinu til að hámarka endurvinnslu á plasti sem fellur til í fjórðungnum.

Fyrirtækið er einnig með ráðgjöf til fyrirtækja í úrgangsmálum með það að leiðarljósi að innleiða breytingar á úrgangsstjórnun, draga úrgangi og innleiða heppilegar tæknilausnir. Nýleg hefur fyrirtækið byrjað að flytja inn jarðgerðarvélar sem breyta lífrænum úrgangi í lífrænan áburð á 24 klst. Helstu kostir þessara véla er að þær leiða til 90% rúmmálsminnkunar á lífrænum úrgangi og að honum er breytt í næringarríkan lífrænan áburð á skömmum tíma. Samtals eru 18 starfsmenn hjá fyrirtækinu sem er með starfsemi bæði í Hveragerði og Reykjavík.

Endurunnin plastkorn sem Pure North vinnur úr heyrúlluplasti sem má nýta síðan í t.d. girðingarstaura

Fleiri fréttir

Allar fréttir
26. apríl 2024
Kornræktarfélag Suðurlands stofnað
Lesa meira
22. apríl 2024
Ársskýrsla Orkídeu 2023 komin út
Lesa meira
8. apríl 2024
Skoðunarferð á lífgasstöðvar í Belgíu
Lesa meira
30. mars 2024
Fyrstu niðurstöður Value4Farm
Lesa meira