18. febrúar 2022

Ráðstefna um matvælaframleiðslu á Selfossi í apríl

Ráðstefnan Maturinn, jörðin og við verður haldin á Selfossi dagana 7.-8. apríl nk. Markmið ráðstefnunnar er að hvetja til upplýstrar umræðu um áskoranir í matvælaframleiðslu með hliðsjón af loftslagsmálum, heilsusjónarmiðum og fleiri áhrifaþáttum á neyslu og lífsstíl fólks. Sjónum verður sérstaklega beint að áhrifum á samfélög, byggð og atvinnulíf í landinu og þeim tækifærum sem við stöndum frammi fyrir.

Ráðstefnan er haldin af félaginu Auður Norðursins í samvinnu við Byggðastofnun og SASS, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar um skráningu o.fl. verða gefnar hér á vefsíðu og samfélagsmiðlum Orkídea, þegar nær dregur.

Takið dagana frá!

Fleiri fréttir

Allar fréttir
10. janúar 2025
Samstarf við Matís endurnýjað
Lesa meira
20. desember 2024
Bændablaðið með frétt og fréttaskýringu um lífgas- og áburðarver
Lesa meira
12. desember 2024
Starf Orkídeu framlengt um 3 ár
Lesa meira
26. nóvember 2024
Kúabúið í Flatey á Mýrum heimsótt
Lesa meira