Ráðstefnan Maturinn, jörðin og við verður haldin á Selfossi dagana 7.-8. apríl nk. Markmið ráðstefnunnar er að hvetja til upplýstrar umræðu um áskoranir í matvælaframleiðslu með hliðsjón af loftslagsmálum, heilsusjónarmiðum og fleiri áhrifaþáttum á neyslu og lífsstíl fólks. Sjónum verður sérstaklega beint að áhrifum á samfélög, byggð og atvinnulíf í landinu og þeim tækifærum sem við stöndum frammi fyrir.
Ráðstefnan er haldin af félaginu Auður Norðursins í samvinnu við Byggðastofnun og SASS, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar um skráningu o.fl. verða gefnar hér á vefsíðu og samfélagsmiðlum Orkídea, þegar nær dregur.
Takið dagana frá!