30. desember 2023

Sérfræðingar Orkídeu, Eims og Ölfus Cluster hittast á Húsavík

F.v. Karen (Eimur), Kolbrún (Ölfus Cluster) og Magnús (Orkídea)

Sérfræðingar Orkídeu, Eims og Ölfus Cluster hittust á Húsavík í byrjun desember. Tilgangurinn var að leggja mat á áform um grænan iðngarð á Bakka og var verkfærum beitt sem hafa verið þróuð af Iðnþróunarstofnun Sameinuðu Þjóðanna (UNIDO) til að aðstoða við ákvarðanatöku við þróun grænna iðngarða. Verkfærin eru víðtæk og ljóst að notkun þeirra varpar upp fjölmörgum spurningum um gæði og fylgni þeirra ferla sem fylgt er við stefnumótun og ákvarðanatöku um þróun grænna iðngarða. Verkfærin eru allmörg og þau er aðgengileg og gjaldfrjáls á vef stofnunarinnar og fylgja með leiðbeiningar og sýnidæmi um notkun þeirra.  Verkfærin eiga rætur að rekja til Global Eco-Industrial Parks (GEIPP) átaks UNIDO sem ætlað er að sýna fram á hagkvæmni og ávinning af grænum iðngörðum með því að auka sjálfbærni, hringrás og úrvinnslu efnistrauma innan iðngarðsins og sýna fram á efnahagslegan, umhverfislegan og félagslegan ávinning  af vistvænni framleiðsluferlum. Á Íslandi eru víða uppi áform um græna iðngarða og það er mikilvægt að þróun þeirra taki mið af alþjóðlegum væntingum um starfsemi þeirra. Vinnustofan á Húsavík var afar gagnleg og verður endurtekin á Suðurlandi og eftir atvikum og áhuga víðar enda nokkrir iðngarðar í kortunum á Íslandi.

 

Fleiri fréttir

Allar fréttir
7. júní 2024
17,7 mkr. styrkur í verkefnið Verðmætaaukning hliðarafurða laxa úr landeldi
Lesa meira
4. júní 2024
Nýjar afurðir Value4Farm ESB verkefnisins
Lesa meira
3. júní 2024
Orkídea, Eimur, Blámi og Eygló með vinnudaga á Austurlandi
Lesa meira
13. maí 2024
Orkídea tekur þátt í tveim viðburðum á Iceland Innovation Week
Lesa meira