16. mars 2023

Skemmtilegur íbúafundur á Flúðum um auðlindir Hrunamanna

Sveitarfélagið Hrunamannahreppur, Orkídea og Baseload Power ehf héldu góðan íbúafund á Flúðum í vikunni um auðlindanýtingu í sveitarfélaginu og þá sérstaklega nýjar hugmyndir um nýtingu heita vatnsins í sveitarfélaginu. Ragnhildur S. Eyþórsdóttir formaður atvinnu-, ferða- og menningarnefndar sveitarfélagsins opnaði fundinn, Sveinn frá Orkídeu talaði um hlutverk Orkídeu í nýsköpun á Suðurlandi og Ragnar Sær Ragnarsson sagði frá starfsemi Baseload Power fyrirtækisins sem rekur m.a. Kópsvatnsvirkjun í sveitarfélaginu. Jón Bjarnason, oddviti, var fundarstjóri í forföllum Aldísar Hafsteinsdóttur sveitarstjóra.

Að loknum framsögum var fundarmönnum, rúmlega 20 talsins, skipt í tvo hópa sem settu fram nýsköpunarhugmyndir um aukna nýtingu jarðhitans á Flúðum og spunnust góðar umræður um þessar hugmyndir. Við hjá Orkídeu vinnum nú að því að taka saman helstu niðurstöður fundarins sem verður komið til sveitarstjórnar.

Takk fyrir okkur, þetta var mjög skemmtilegur fundur!

Fleiri fréttir

Allar fréttir
22. apríl 2024
Ársskýrsla Orkídeu 2023 komin út
Lesa meira
8. apríl 2024
Skoðunarferð á lífgasstöðvar í Belgíu
Lesa meira
30. mars 2024
Fyrstu niðurstöður Value4Farm
Lesa meira
11. mars 2024
Lífgas er vænlegur kostur í orkuskiptum
Lesa meira