6. ágúst 2021

Skýrsla Orkídeu um orkutengda matvælaframleiðslu

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fór fram á við Orkideu, þegar verkefninu var komið á fót, að það skilaði áfangaskýrslu um mitt ár 2021 um tækifæri Íslands á sviði orkutengdrar matvælaframleiðslu. Rétt er að undirstrika að skýrslan er áfangaskýrsla og má frekar líta á hana sem kynningu en úttekt á þeim möguleikum sem starfsmenn Orkídeu hafa kynnt sér í heimildum og aflað með samtölum við frumkvöðla, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila á Suðurlandi á fyrstu fimm mánuðum sínum í starfi.

Til að afmarka umfang skýrslunnar var ákveðið að fjalla aðeins um ný eða ónýtt tækifæri í matvælaframleiðslu en ekki gefið heildstætt yfirlit yfir alla matvælaframleiðslu t.d. í landbúnaði eða sjávarútvegi. Við gerð skýrslunnar hafa höfundar, Sveinn Aðalsteinsson og Helga Gunnlaugsdóttir, starfsmenn Orkídeu, notið stuðnings og ábendinga frá verkefnisstjórn og stjórn. Höfundar bera þó einir ábyrgð á texta skýrslunnar.

Smelltu hér til að hlaða niður skýrsluna.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. desember 2024
Bændablaðið með frétt og fréttaskýringu um lífgas- og áburðarver
Lesa meira
12. desember 2024
Starf Orkídeu framlengt um 3 ár
Lesa meira
26. nóvember 2024
Kúabúið í Flatey á Mýrum heimsótt
Lesa meira
25. nóvember 2024
Heimsókn í Mýrdalshrepp
Lesa meira